Það fara átján leikir fram í íslenska boltanum í dag og þar á meðal fjórir í Bestu deild karla.
Vestri fær nýliðana frá Mosfellsbæ í heimsókn á Ísafjörð í dag áður en KR, Valur og Stjarnan eiga heimaleiki í kvöld.
Vestri deilir óvænt toppsæti deildarinnar með titilbaráttuliðunum frá því í fyrra en Afturelding hefur heldur ekki farið illa af stað og er um miðja deild með 7 stig eftir 5 umferðir, þremur stigum á eftir Vestra.
Taplausir KR-ingar eiga einnig 7 stig og taka þeir á móti nýliðum ÍBV í kvöld. Liðin eru jöfn á stigum fyrir þennan klassíska slag, alveg eins og Stjarnan og Fram sem eiga bæði 6 stig og mætast í innbyrðisviðureign. Valur og ÍA eru í nákvæmlega sömu stöðu, með 6 stig og mætast sín á milli í kvöld.
Grindavík spilar svo sinn fyrsta heimaleik á Stakkavíkurvelli í deild eftir rúmlega eins árs fjarveru í kjölfar eldgosanna við Sundhnúksgíga sem eyðilögðu bæinn. Grindvíkingar taka á móti Fjölni á sama tíma og Njarðvík fær Völsung í heimsókn í Lengjudeildinni.
Þá eru einnig leikir á dagskrá í 2. deildum karla og kvenna, sem og í 3. og 4. deild karla.
Besta-deild karla
14:00 Vestri-Afturelding (Kerecisvöllurinn)
19:00 KR-ÍBV (AVIS völlurinn)
19:15 Valur-ÍA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Stjarnan-Fram (Samsungvöllurinn)
Lengjudeild karla
16:00 Grindavík-Fjölnir (Stakkavíkurvöllur)
16:00 Njarðvík-Völsungur (JBÓ völlurinn)
2. deild karla
14:00 Ægir-KFA (GeoSalmo völlurinn)
14:00 Víkingur Ó.-KFG (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 Höttur/Huginn-Kári (Fellavöllur)
16:00 Kormákur/Hvöt-Grótta (Blönduósvöllur)
16:00 Þróttur V.-Dalvík/Reynir (Vogaídýfuvöllur)
2. deild kvenna
12:30 KÞ-Sindri (AVIS völlurinn)
14:00 ÍH-Einherji (Skessan)
14:00 Selfoss-ÍR (JÁVERK-völlurinn)
3. deild karla
14:00 Ýmir-KFK (Kórinn)
14:00 Tindastóll-Sindri (Sauðárkróksvöllur)
16:00 Árbær-Augnablik (Domusnovavöllurinn)
4. deild karla
13:30 KÁ-KFS (BIRTU völlurinn)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 5 | 3 | 1 | 1 | 10 - 4 | +6 | 10 |
2. Vestri | 5 | 3 | 1 | 1 | 6 - 2 | +4 | 10 |
3. Breiðablik | 5 | 3 | 1 | 1 | 10 - 8 | +2 | 10 |
4. KR | 5 | 1 | 4 | 0 | 15 - 10 | +5 | 7 |
5. ÍBV | 5 | 2 | 1 | 2 | 6 - 7 | -1 | 7 |
6. Afturelding | 5 | 2 | 1 | 2 | 4 - 5 | -1 | 7 |
7. Fram | 5 | 2 | 0 | 3 | 10 - 9 | +1 | 6 |
8. Valur | 5 | 1 | 3 | 1 | 8 - 9 | -1 | 6 |
9. Stjarnan | 5 | 2 | 0 | 3 | 7 - 10 | -3 | 6 |
10. ÍA | 5 | 2 | 0 | 3 | 5 - 9 | -4 | 6 |
11. FH | 5 | 1 | 1 | 3 | 8 - 8 | 0 | 4 |
12. KA | 5 | 1 | 1 | 3 | 6 - 14 | -8 | 4 |
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 2 | 1 | 1 | 0 | 5 - 2 | +3 | 4 |
2. Fylkir | 2 | 1 | 1 | 0 | 3 - 1 | +2 | 4 |
3. ÍR | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
4. Þróttur R. | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
5. Keflavík | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 - 2 | +1 | 3 |
6. Selfoss | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 - 3 | -1 | 3 |
7. HK | 2 | 0 | 2 | 0 | 2 - 2 | 0 | 2 |
8. Njarðvík | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 - 1 | 0 | 1 |
9. Leiknir R. | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 - 5 | -3 | 1 |
10. Grindavík | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 2 | -1 | 0 |
11. Völsungur | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 1 | -1 | 0 |
12. Fjölnir | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 - 3 | -2 | 0 |
Athugasemdir