Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 21:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Chelsea í úrslit - Framlengt á Ítalíu
Mynd: EPA
Chelsea er komið áfram í úrslit Sambandsdeildarinnar sem fram fer í Póllandi 28. maí.

Chelsea vann Djurgarden örugglega 4-1 í fyrri leiknum í Svíþjóð og Kieran Dewsbury-Hall innsiglaði sigurinn þegar hann skoraði eina markið á Stamford Bridge í kvöld.

Enzo Maresca gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu frá sigri gegn Liverpool um síðustu helgi en það kom ekki að sök.

Hinn 19 ára gamli Tyrique George sendi boltann í gegn og Dewsbury-Hall skoraði af öryggi.

Það er framlengt á Ítalíu þar sem Fiorentina og Real Betis eigast við. Fyrri leiknum lauk með 2-1 sgri Betis á Spáni.

Antony hefur spilað stórkostlega með Betis síðan hann gekk til liðs við félagið á láni frá Man Utd í sumar. Hann kom liðinu yfir í kvöld þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu, stöngin inn.

Robin Gosens skoraði tvíveigis fyrir lok fyrri hálfleiks en bæði mörkin voru með skalla eftir hornspyrnu. Fleiri mörk urðu ekki skoruð og staðan jöfn 3-3 í einvíginu og framlenging komin í gang. Albert Guðmundsson er í byrjunarliði Fiorentina.

Fiorentina 2 - 1 Betis (3-3 samanlagt, framlenging í gang)
0-1 Antony ('30 )
1-1 Robin Gosens ('34 )
2-1 Robin Gosens ('42 )

Chelsea 1 - 0 Djurgarden (5-1 samanlagt)
1-0 Kiernan Dewsbury-Hall ('38 )
Athugasemdir
banner
banner
banner