Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýtir Liverpool riftunarverðið hjá Frimpong?
Jeremie Frimpong.
Jeremie Frimpong.
Mynd: EPA
Liverpool hefur áhuga á því að kaupa bakvörðinn Jeremie Frimpong frá Bayer Leverkusen í sumar.

Trent Alexander-Arnold er að fara frá Liverpool og félagið er að skoða möguleika í hægri bakverðinum.

Samkvæmt fjölmiðlamanninum Ben Jacobs þá hefur Liverpool alvöru áhuga á Frimpong sem er með 35 milljón evra riftunarverð í samningi sínum.

Frimpong, sem er mjög sóknarsinnaður bakvörður, hefur leikið afar vel með Leverkusen síðustu ár og hjálpaði liðinu að vinna þýsku deildina á síðasta tímabili.

Hann á að baki tólf landsleiki fyrir Holland.
Athugasemdir
banner
banner