Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 10. júní 2019 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hannes: Mikilvægasti leikurinn í riðlinum
Icelandair
Hannes og landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson.
Hannes og landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Eyþór Árnason
„Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum," segir Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, um leikinn gegn Tyrklandi annað kvöld.

Ísland og Tyrkland mætast á morgun klukkan 18:45 í undankeppni EM. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir íslenska liðið. Með sigri fer Ísland upp að hið Tyrklands með níu stig.

Tyrkir eru sterkari en þeir hafa verið síðustu ár. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu Heimsmeistara Frakklands 2-0 á heimavelli á laugardag.

Ísland vann Albaníu 1-0 á laugardaginn. Hannes segir að sá sigur gefi okkur mikið fyrir leikinn gegn Tyrklandi.

„Þetta gef okkur jákvæða orku og kraft. Það hefði verið helvíti erfitt að fara inn í þriðjudaginn ef við hefðum ekki klárað þennan leik. Vonandi fáum við fullan völl, mikinn stuðning og gleði á Laugardalsvöllinn á þriðjudaginn," sagði Hannes.
Hannes: Seiglusigur ekkert verri en hvað annað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner