Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. júní 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Hakimi ekki í viðræðum við PSG
Achraf Hakimi er ekki í viðræðum við PSG
Achraf Hakimi er ekki í viðræðum við PSG
Mynd: Getty Images
Achraf Hakimi, leikmaður Inter á Ítalíu, er ekki í viðræðum við franska stórliðið Paris Saint-Germain en þetta segir umboðsmaður leikmannsins.

Hakimi kom til Inter frá Real Madrid fyrir tímabilið og varð ítalskur meistari í maí.

Hann var einn af bestu mönnum Inter og hefur vakið mikinn áhuga frá stórliðum í Evrópu.

Real Madrid er með kaupréttinn á honum en mun ekki nýta hann en fjölmiðlar hafa greint frá því að Chelsea og Paris Saint-Germain séu í viðræðum við Inter um kaup á honum.

PSG átti að hafa lagt fram 60 milljón evra tilboð í Hakimi en Alejandro Camano, umboðsmaður Hakimi, neitar því að vera í viðræðum við félagið.

„Það eru engar viðræður við PSG. Það eru engin tilboð búin að berast eins og er. Það er ekkert samkomulag við PSG. Hann er ánægður hjá Inter," sagði Camano við ítölsku síðuna FCInter1908.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner