Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 10. júní 2021 22:25
Victor Pálsson
Sancho var stuðningsmaður Chelsea - Nefndi uppáhalds leikmennina
Jadon Sancho var stuðningsmaður Chelsea á yngri árum en hann staðfesti það í dag í samtali við TalkSport.

Sancho er sterklega orðaður við endurkomu til Englands þessa dagana og vill Manchester United fá hann til sín í sumarglugganum.

Sancho var á mála hjá Manchester City áður en hann hélt til Þýskalands og samdi við Borussia Dortmund.

Í æsku þá hélt Sancho hins vegar með Chelsea og leit mikið upp til Frank Lampard.

„Ég myndi segja að Frank Lampard hafi verið mín fyrirmynd. Ég var stuðningsmaður Chelsea í æsku, ég get ekki logið því!"
sagði Sancho.

„Didier Drogba og Frank Lampard voru mínir uppáhalds leikmenn á þessum tíma."


„Ég elska Frank Lampard og hvernig hann spilaði leikinn, hann var svo ákveðinn og rólegur á boltanum. Það líkar mér við."
Athugasemdir
banner