Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 10. júní 2023 13:25
Kári Snorrason
Byrjunarlið KR og ÍBV: Elmar á bekknum - Kristinn utan hóps
Theodór Elmar byrjar á bekknum
Theodór Elmar byrjar á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvis Bwomono er í banni, Tómas Bent kemur í byrjunarliðið
Elvis Bwomono er í banni, Tómas Bent kemur í byrjunarliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og ÍBV mætast nú klukkan 14:00 á Meistaravöllum, liðin eru í 9. og 11. sæti deildarinnar og má búast við hörkuleik.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 ÍBV

KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins nú á dögunum með sigri á Stjörnunni. Rúnar Kristinsson þjálfari KR gerir 3 breytingar frá þeim leik. Grétar Snær, Benoný Breki og Aron Þórður koma inn í byrjunarliðið. Þeir Olav Öby og Theodór Elmar taka sér sæti á bekknum en Kristinn Jónsson er utan hóps.

ÍBV vann frækinn 3-0 sigur á HK í Vestmannaeyjum í síðustu umferð, Hermann Hreiðarsson gerir tvær breytingar á liðinu. Tómas Bent og Eyþór Daði koma báðir í byrjunarliðið á kostnað Alex Freys og Elvis Bwomono en hann er í banni vegna uppsafnaðra spjalda. Eiður Aron og Halldór Jón Sigurður Þórðarson eru báðir meiddir og því ekki með í dag.

Byrjunarlið KR:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson

Byrjunarlið ÍBV:
12. Guy Smit (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
4. Nökkvi Már Nökkvason
9. Sverrir Páll Hjaltested
14. Arnar Breki Gunnarsson
16. Tómas Bent Magnússon
17. Oliver Heiðarsson
18. Eyþór Daði Kjartansson
22. Hermann Þór Ragnarsson
26. Richard King
Athugasemdir
banner
banner
banner