Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 10. júní 2024 17:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjörvar Hafliða og Hólmar Örn í sérfræðingahópi RÚV
Hjörvar Hafliðason er einn allra öflugasti sparkspekingur landsins.
Hjörvar Hafliðason er einn allra öflugasti sparkspekingur landsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði Vals verður á sjónvarpsskjám landsmanna.
Fyrirliði Vals verður á sjónvarpsskjám landsmanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adda Baldurs.
Adda Baldurs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
EM hefst á föstudad, Þjóðverjar taka á móti Skotum í opnunarleiknum.

RÚV var búið að greina frá því að Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson yrðu í hópi sérfræðinga í kringum mótið og nú hefur RÚV opinberað þrjá sérfræðinga til viðbótar.

Það eru Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi Dr. Football hlaðvarpsins, Adda Baldursdóttir, fyrrum landsliðskona og aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals, og Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Vals og fyrrum landsliðsmaður. Adda var sérfræðingur á síðasta móti, HM 2022, og hefur mikið verið í kringum umfjöllun RÚV um kvennalandsliðið.

EM stofan verður á RÚV í kringum alla leiki mótsins. Kristjana Arnarsdóttir hefur umsjón með stofunni. Þeir Arnar og Óskar verða í settinu í kringum opnunarleikinn. Sá leikur hefst klukkan 19:00.

Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason verður svo sérstakur gestur í vel völdum leikjum og Jóhann Páll Ástvaldsson verður með innslög í hverjum þætti.

Almarr Ormarsson, Einar Örn Jónsson, Gunnar Birgisson og Hörður Magnússon munu lýsa leikjunum.

Fótbolti.net mun að sjálfsögðu fjalla vel um mótið.

Allir riðlarnir á EM skoðaðir með Gunna Birgis og Jóa Ástvalds
Athugasemdir
banner
banner
banner