Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 10. júní 2024 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lewandowski meiddist í síðasta leiknum fyrir EM
Mynd: EPA

Robert Lewandowski framherji Póllands þurfti að fara meiddur af velli þegar Pólland lagði Tyrkland í síðasta vináttulandsleiknum fyrir EM í kvöld.


Lewandowski er lang markahæsti leikmaður í sögu pólska landsliðsins með 82 mörk en hann þurfti að fara af velli eftir um hálftíma leik.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Lewandowski lagði upp markið. Leiknum lauk með 2-1 sigri Póllands. Bæði lið eru á leiðinni á EM en Pólland hefur leik gegn Hollandi, sem lagði okkur Íslendinga í kvöld, þann 16. júní og Tyrkland mætir Georgíu 18. júní.

Micha? Probierz landsliðsþjálfari Póllands sagði að meiðslin væru ekki alvarleg og hann vonaðist til að framherjinn yrði klár fyrir EM.


Athugasemdir
banner
banner