Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 10. júní 2024 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lewandowski meiddist í síðasta leiknum fyrir EM
Mynd: EPA

Robert Lewandowski framherji Póllands þurfti að fara meiddur af velli þegar Pólland lagði Tyrkland í síðasta vináttulandsleiknum fyrir EM í kvöld.


Lewandowski er lang markahæsti leikmaður í sögu pólska landsliðsins með 82 mörk en hann þurfti að fara af velli eftir um hálftíma leik.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Lewandowski lagði upp markið. Leiknum lauk með 2-1 sigri Póllands. Bæði lið eru á leiðinni á EM en Pólland hefur leik gegn Hollandi, sem lagði okkur Íslendinga í kvöld, þann 16. júní og Tyrkland mætir Georgíu 18. júní.

Micha? Probierz landsliðsþjálfari Póllands sagði að meiðslin væru ekki alvarleg og hann vonaðist til að framherjinn yrði klár fyrir EM.


Athugasemdir