Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. júlí 2020 11:23
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin: Man Utd fær Basaksehir eða FC Kaupmannahöfn
Manchester United var í pottinum.
Manchester United var í pottinum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Í dag var dregið í 8-liða úrslit og undanúrslit Evrópudeildarinnar. Keppnin verður kláruð með öðruvísi fyrirkomulagi vegna heimsfaraldursins.

Leikið verður eins leiks einvígi á hlutlausum völlum en leikirnir fara fram í Þýskalandi í ágúst; á heimavöllum Duisburg, Fortuna Dusseldorf, Schalke og Kölnar.

Manchester United á eftir að leika seinni viðureign sína gegn austurríska liðinu LASK í 16-liða úrslitum en óhætt er að gera ráð fyrir því að United klári það einvígi eftir 5-0 útisigur í fyrri leiknum.

United mun þá mæta sigurvegaranum úr viðureign Kaupmannahafnar og Istanbul Basaksehir í 8-liða úrslitum. Ragnar Sigurðsson leikur með danska liðinu.

Möguleiki er á að það verði enskur slagur í undanúrslitum því að ef United kemst þangað gætu Úlfarnir mætt þeim.

8-LIÐA ÚRSLIT:
1) Shakhar Donetsk/Wolfsburg - Eintracht Frankfurt/Basel
2) Manchester United/LASK - Kaupmannahöfn/Istanbul Basaksehir
3) Inter/Getafe - Rangers/Leverkusen
4) Olympiacos/Wolves - Sevilla/Roma

Undanúrslit:
Sigurvegari úr leik 1 - Sigurvegari úr leik 3
Sigurvegari úr leik 2 - Sigurvegari úr leik 4



Einvígi sem á eftir að klára í 16-liða úrslitum. Staðan eftir fyrri viðureignirnar eru innan sviga.

Manchester United - LASK (5-0)
Wolves - Olympiakos (1-1)
Bayer Leverkusen - Rangers (3-1)
Kaupmannahöfn - Istanbul Basaksehir (0-1)
Basel - Eintracht Frankfurt (3-0)
Shakhtar Donetsk - Wolfsburg (2-1)

Inter - Getafe og Sevilla - Roma í 16-liða úrslitum verða spilaðir sem eins leiks einvígi í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner