Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. ágúst 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Lengjudeildin
Sævar Atli Magnússon.
Sævar Atli Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ósvald Jarl Traustason.
Ósvald Jarl Traustason.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sveinn Elías Jónsson.
Sveinn Elías Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Elvar Árnason.
Árni Elvar Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vuk Oskar Dimitrijevic.
Vuk Oskar Dimitrijevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Aðalsteinsson.
Bjarki Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni og Dagur Austmann Hilmarssynir.
Máni og Dagur Austmann Hilmarssynir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli er uppalinn Leiknismaður sem er að taka þátt inn í sinni sjöttu leiktíð með Breiðholts-Leikni. Árið 2015 kom hann við sögu í einum leik í Pepsi-deildinni en síðan hefur Leiknir verið í næstefstu deild.

Sævar á að baki sautján unglingalandsleiki og 79 mótsleiki í meistaraflokki. Í leikjunum 79 hefur hann skorað 23 mörk. Á þessari leiktíð hefur Sævar skorað þrjú mörk í Lengjudeildinni fyrir topplið deildarinnar. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Sævar Atli Magnússon

Gælunafn: Sæsi, Siddi. Sam.I.Am, Satli. Allt rosalega vond gælunöfn

Aldur: 20 ára, fæddur 2000

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2015 á móti Keflavík þegar Leiknir var í efstu deild, geggjuð upplifun.

Uppáhalds drykkur: Skógarberjatoppur og pepsi max

Uppáhalds matsölustaður: BK kjúklingur er svo fáránlega vanmetinn staður

Hvernig bíl áttu: Kia Rio, tekur hann um það bil 15 sekúndur að komast upp í 100.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Næturvaktin, Game of Thrones og Brooklyn Nine-Nine er heilaga þrenningin.

Uppáhalds tónlistarmaður: Friðrik Dór á ekki eitt lélegt lag.

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi, síðan er Ósvald sessunautur minn með mjög fjölbreytt og gott content á Twitter sem ég mæli með að allir kíkji á!

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oreo, þrist og síðan eitthvað hlaup nema þegar ég fer með Hjalta Sig þá leyfi ég honum að ráða því hann hefur prófað allt á Huppu.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Okei steikt”, frá Árna Elvari miðjumanni Leiknis sem er by far steiktasti vinur minn.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ír

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Patrick Pedersen og Hilmar Árni Halldórsson deila þessum titli.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þórður Einarsson og Davíð Snorri Jónasson ólu mig að mestu leyti upp og á ég þeim mikið að þakka, síðan er Siggi Höskulds virkilega góður.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Sveinn Elías er fínasti gæi en einu sinni var hann að dekka mig í horni og gaf mér putta í rass, það var ömurlegt en ákveðin lífsreynsla líka.

Sætasti sigurinn: Unnum Grindavík 3-2 í Íslandsmótinu í 2.flokk árið 2015 í rosalegum toppbaráttuslag þar sem Örn Þór Karlsson þjálfari KB og hárfagrasti maður landsins skoraði sigurmarkið á 93. mín og hann gjörsamlega missti sig í fagnaðarlátunum.

Mestu vonbrigðin: Tap í úrslitum á N1 á móti HK, veit ekki hvort að það sé tapið eða það að Kolbeinn Þórðar þarf að minnast á þetta í hvert einasta andskotans skipti þegar ég hitti hann.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Call of Duty atvinnumaðurinn Aron Laxdal Pálmason mætti endilega leggja PS4 fjárstýringuna á hilluna og taka fram skóna, tæki hann 2-3 vikur að hrista gamer bumbuna af sér en hann er með sturlaða löpp.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Shkelzen Veseli og Andri Lucas sem muna koma sterkur til baka eftir meiðslin , síðan er frænka mín Lilja Björg Ólafsdóttir drullugóð

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sólon Breki, en bara þegar hann er nýkominn úr ljósum og cutter annars er ekkert varið í hann, því miður.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Árni vinur minn verður brjálaður ef ég segi ekki Elín Metta.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi er svo langbestur

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Dagur og Máni Austmann eru duglegir að læra af höstler kóngnum Árna Elvari sem reynir samt aldrei við stelpur!

Uppáhalds staður á Íslandi: Leiknishúsið og bara allt Efra-Breiðholtið

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Kristófer Bæring skoraði einu sinni sigurmark með öxlinni á 90 mínútu á móti Breiðablik en náði á einhvern ótrúlegan hátt að sannfæra alla um að hann hafi skorað með hjólhestaspyrnu. Geggjaður gæi

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukku

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já NFL og síðan fylgist ég með úrslitakeppninni í handboltanum og körfunni

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X undanfarið en fann um daginn gamla stál F50 adizero sem voru í ruslinu því að Ósvald Gunner Traustason ætlaði að henda þeim. Vel taktlaus gæi.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku, kann ekki stakt orð

Vandræðalegasta augnablik: Í 5.flokk skaut ég einu sinni framhjá nánast á marklínu með boltann dauðann fyrir framan mig

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Aron Fuego, Daða Bærings og Daníel Finns. Við höfum gengið í gegnum súrt og sætt í borginni Verdansk og ef við myndum ekki finna leið til að komast heim og myndum deyja, þá fengum við allir annan séns því við erum virkilega sterkir í gulaginu.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef aldrei fengið blóðnasir.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Er búinn að þekkja og spila fótbolta með Vuk Oskari í 15 ár en er samt ennþá að kynnast manninum hægt og rólega, er ekki ennþá kominn með símanúmerið hans því hann fékk bara símkort í fyrsta sinn um daginn. Ótrúlegur gæi.

Hverju laugstu síðast: Ósvald spurði mig og Bjarka Aðalsteins hvort hann væri ekki kominn með fín bringuhár, við kinkuðum bara kolli.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Sendingaræfingar

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Erni Bjarnason af hverju í andskotanum hann átti 3 síma á tímabili en er samt aldrei á neinum samfélagsmiðlum.
Athugasemdir
banner
banner
banner