Það fóru fjórir leikir fram í 3. deildinni í gær þar sem toppliðin sigruðu sína leiki.
Magni trónir í toppsætinu eftir góðan sigur á KV þar sem heimamenn komust í þriggja marka forystu í Grenivík. Gestirnir úr Vesturbænum gáfu þeim þó leik á lokakaflanum og minnkuðu muninn niður í eitt mark áður en Númi Kárason innsiglaði sigur Magna í uppbótartíma. Lokatölur 4-2.
Það var mikið um rauð spjöld í leikjum gærdagsins og kláruðu leikmenn KV leikinn einum færri. Þeir misstu mann af velli á lokakaflanum en tókst þrátt fyrir það að minnka muninn niður í eitt mark til að setja spennu í þetta.
Hvíti riddarinn er í öðru sæti, einu stigi á eftir Magna, eftir sigur gegn níu leikmönnum Sindra. Fallbaráttuliðið reyndist Mosfellingum erfitt en Trausti Þráinsson skoraði eina mark leiksins á lokakaflanum eftir að tveir heimamenn höfðu verið reknir af velli.
Reynir Sandgerði hefur dregist afturúr í toppbaráttunni og er núna níu stigum frá toppsætinu eftir jafntefli við fallbaráttulið Ýmis.
Að lokum rúllaði KF yfir botnlið ÍH til að fjarlægjast fallsvæðið. Nathan Yared var markahæstur með tvennu í sex marka sigri og er KF núna fimm stigum fyrir ofan fallsæti.
Magni 4 - 2 KV
1-0 Viðar Már Hilmarsson ('6 )
2-0 Alexander Ívan Bjarnason ('36 )
3-0 Sigurður Brynjar Þórisson ('67 )
3-1 Eyþór Daði Kjartansson ('73 )
3-2 Samúel Már Kristinsson ('84 )
4-2 Númi Kárason ('91 )
Rautt spjald: Jóhannes Sakda Ragnarsson , KV ('81)
Sindri 0 - 1 Hvíti riddarinn
0-1 Trausti Þráinsson ('82 )
Rautt spjald: Adam Zriouil , Sindri ('70)
Rautt spjald: Oskar Karol Jarosz , Sindri ('75)
Ýmir 1 - 1 Reynir S.
1-0 Steingrímur Dagur Stefánsson ('55 )
1-1 Ólafur Darri Sigurjónsson ('90 )
Rautt spjald: Steinn Logi Gunnarsson , Ýmir ('93)
ÍH 0 - 6 KF
0-1 Agnar Óli Grétarsson ('24 , Mark úr víti)
0-2 Nathan Yared ('32 )
0-3 Nathan Yared ('36 )
0-4 Hjörvar Már Aðalsteinsson ('49 )
0-5 Vitor Vieira Thomas ('87 )
0-6 Jóhannes Helgi Alfreðsson ('90 )
3. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Magni | 16 | 11 | 2 | 3 | 35 - 20 | +15 | 35 |
2. Hvíti riddarinn | 16 | 11 | 1 | 4 | 44 - 25 | +19 | 34 |
3. Augnablik | 15 | 9 | 5 | 1 | 39 - 18 | +21 | 32 |
4. Reynir S. | 16 | 7 | 5 | 4 | 36 - 34 | +2 | 26 |
5. KV | 16 | 6 | 4 | 6 | 48 - 39 | +9 | 22 |
6. Árbær | 16 | 6 | 4 | 6 | 34 - 37 | -3 | 22 |
7. Tindastóll | 15 | 6 | 2 | 7 | 34 - 27 | +7 | 20 |
8. KF | 16 | 5 | 5 | 6 | 25 - 21 | +4 | 20 |
9. Ýmir | 16 | 4 | 6 | 6 | 26 - 26 | 0 | 18 |
10. Sindri | 16 | 4 | 4 | 8 | 24 - 34 | -10 | 16 |
11. KFK | 16 | 4 | 3 | 9 | 20 - 32 | -12 | 15 |
12. ÍH | 16 | 1 | 1 | 14 | 24 - 76 | -52 | 4 |
Athugasemdir