Það fóru tveir leikir fram í 4. deildinni í gær þar sem Hamar vann sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu.
Hvergerðingar tóku á móti KFS og voru einu marki undir í leikhlé, en Guido Rancez og Rodrigo Depetris snéru stöðunni við í síðari hálfleik svo lokatölur urðu 3-1.
Hamar er með 6 stig eftir 14 umferðir, heilum 7 stigum frá öruggu sæti í deildinni. Það eru aðeins fjórar umferðir eftir og því þurfa Hvergerðingar hálfgert kraftaverk til að forðast fall.
KH heimsótti Elliða og skoraði Rigon Jón Kaleviqi eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks. KH er í öðru sæti, þremur stigum á eftir toppliði KÁ og þremur stigum fyrir ofan Árborg.
Hamar 3 - 1 KFS
0-1 Sæbjörn Sævar Jóhannsson ('14 )
1-1 Guido Rancez ('52 )
2-1 Rodrigo Leonel Depetris ('58 )
3-1 Guido Rancez ('75 )
Elliði 0 - 1 KH
0-1 Rigon Jón Kaleviqi ('45+2 )
4. deild karla
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. KÁ | 18 | 13 | 5 | 0 | 78 - 25 | +53 | 44 |
| 2. KH | 18 | 11 | 3 | 4 | 45 - 27 | +18 | 36 |
| 3. Árborg | 18 | 9 | 6 | 3 | 43 - 32 | +11 | 33 |
| 4. Elliði | 18 | 8 | 5 | 5 | 38 - 33 | +5 | 29 |
| 5. Vængir Júpiters | 18 | 6 | 7 | 5 | 35 - 39 | -4 | 25 |
| 6. Álftanes | 18 | 6 | 3 | 9 | 29 - 38 | -9 | 21 |
| 7. Hamar | 18 | 5 | 3 | 10 | 33 - 38 | -5 | 18 |
| 8. Hafnir | 18 | 5 | 1 | 12 | 32 - 49 | -17 | 16 |
| 9. KFS | 18 | 5 | 1 | 12 | 31 - 65 | -34 | 16 |
| 10. Kría | 18 | 3 | 4 | 11 | 28 - 46 | -18 | 13 |
Athugasemdir


