Enski framherjinn Chuba Akpom er genginn til liðs við Ipswich frá Ajax á láni út tímabilið.
Ipswich mun þurfa að kaupa hann fyrir sjö milljónir punda ef liðinu tekst að vinna sér sæti aftur í úrvalsdeildinni en liðið féll á síðustu leiktíð.
Ipswich mun þurfa að kaupa hann fyrir sjö milljónir punda ef liðinu tekst að vinna sér sæti aftur í úrvalsdeildinni en liðið féll á síðustu leiktíð.
Akpom var mjög eftirsóttur en Birmingham vildi fá hann og bauð 6 milljónir punda í hann. Hann tjáði hins vegar Birmingham og Ajax að hann vildi fara til Ipswich. Middlesbrough og Olympikos höfðu einnig áhuga.
Akpom er 29 ára gamall og er uppalinn hjá Arsenal. Hann gekk til liðs við Ajax frá Middlesbrough árið 2023. Hann skoraði 23 mörk í 78 leikjum fyrir hollenska liðið. Hann var á láni hjá Lille seinni hluta síðasta tímabils þar sem hann skoraði 3 mörk í 16 leikjum.
Chuba’s through the door. ???? pic.twitter.com/5TOKBpNBPH
— Ipswich Town (@IpswichTown) August 10, 2025
Athugasemdir