Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 13:20
Ívan Guðjón Baldursson
Búnir að hafna þremur tilboðum frá Everton
Mynd: EPA
Times greinir frá því að stjórnendur Everton séu að verða pirraðir á Southampton í viðræðunum um Tyler Dibling.

Dibling er 19 ára kantmaður sem á aðeins tvö ár eftir af samningi við Southampton. Everton vill kaupa hann en Southampton er búið að hafna þremur tilboðum frá félaginu í sumar.

Síðasta tilboðið frá Everton hljóðaði upp á 45 milljónir punda, en Southampton er sagt vilja fá 50 milljónir fyrir táninginn auk 25% af hagnaði á endursölu. Ekki allir fjölmiðlar eru sammála um þessar upphæðir, þar sem Times heldur því fram að Everton hafi boðið 37 milljónir en Sky Sports segir upphæðina vera hærri.

Dibling skoraði fjögur mörk og gaf þrjár stoðsendingar í 38 leikjum með Southampton á síðustu leiktíð.

Everton er einnig í viðræðum við Manchester City um að fá Jack Grealish lánaðan út tímabilið.

   07.08.2025 14:00
Southampton dregur Dibling út úr æfingum vegna viðræðna við Everton

Athugasemdir