Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Palace og Liverpool: Nýju strákarnir byrja
Mynd: Liverpool
Mynd: EPA
Crystal Palace og Liverpool eigast við í leiknum um Samfélagsskjöldinn í dag, leik sem markar upphaf nýs úrvalsdeildartímabils á hverju ári.

Nýju leikmennirnir í leikmannahópi Liverpool eru flestir í byrjunarliðinu í dag. Jeremie Frimpong byrjar í hægri bakverði og Milos Kerkez er vinstra megin.

Florian Wirtz byrjar í holunni fyrir aftan fremsta sóknarmann og byrjar Hugo Ekitike einnig í sóknarlínunni á meðan Giorgi Mamardashvili situr á bekknum. Curtis Jones fær sætið á miðjunni en Ryan Gravenberch er ekki í hóp, líklega vegna meiðsla eða veikinda. Alexis MacAllister er á bekknum.

Hinn ungi Rio Ngumoha fær einnig pláss á bekknum ásamt Federico Chiesa, Ben Doak og Andy Robertson.

Það er enginn nýr leikmaður í byrjunarliði Crystal Palace en nýju strákarnir Borna Sosa og Walter Benítez setjast á bekkinn. Palace mætir til leiks með sama byrjunarlið og vann úrslitaleik FA bikarsins gegn Manchester City.

Cheick Doucouré, Chadi Riad, Matheus Franca og Eddie Nketiah eru allir fjarverandi úr leikmannahópi Palace vegna meiðsla. Til samanburðar eru aðeins Joe Gomez og Stefan Bajcetic fjarri góðu gamni hjá Liverpool, auk Gravenberch.

Crystal Palace: Henderson, Richards, Lacroix, Guehi, Munoz, Wharton, Kamada, Mithcell, Sarr, Eze, Mateta
Varamenn: Benitez, Lerma, Clyne, Hughes, Esse, Edouard, Sosa, Devenny, Cardines

Liverpool: Alisson, Frimpong, Konate, Van Dijk, Kerkez, Szoboszlai, Jones, Wirtz, Salah, Gakpo, Ekitike
Varamenn: Mamardashvili, Endo, MacAllister, Chiesa, Elliott, Robertson, Nyoni, Doak, Ngumoha
Athugasemdir
banner