Það eru tveir leikir á dagskrá í enska boltanum í dag þar sem Englandsmeistarar Liverpool spila við bikarmeistara Crystal Palace í úrslitaleik um Samfélagsskjöldinn.
Það ríkir mikil eftirvænting fyrir nýju úrvalsdeildartímabili sem hefst næsta föstudag og verður spennandi að fylgjast með leik dagsins.
Margir nýir leikmenn gætu komið við sögu í liði Liverpool eftir annasamt sumar á leikmannamarkaðinum. Florian Wirtz, Hugo Ekitike, Milos Kerkez og Jeremie Frimpong eru meðal nýrra leikmanna sem voru keyptir inn í raðir Liverpool.
Borna Sosa og Walter Benítez eru aftur á móti einu leikmennirnir sem Crystal Palace hefur fengið í sumar.
Þegar viðureign Liverpool gegn Palace fer að ljúka hefst spennandi slagur í Championship deildinni. Leicester City á þar heimaleik gegn Sheffield Wednesday sem hefur verið mikið í fréttunum undanfarið vegna bágrar fjárhagsstöðu.
Samfélagsskjöldurinn
14:00 Crystal Palace - Liverpool
Championship
15:30 Leicester - Sheff Wed
Athugasemdir