Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 09:15
Ívan Guðjón Baldursson
Ipswich hafnar fyrirspurnum frá úrvalsdeildarfélögum
Mynd: Ipswich
Mynd: EPA
Ipswich Town ætlar ekki að selja Leif Davis í sumar þrátt fyrir mikinn áhuga úr ensku úrvalsdeildinni.

Vinstri bakvörðurinn hefur verið lykilmaður í liði Ipswich á undanförnum árum og var einn af fáum jákvæðum punktum við síðustu leiktíð þegar liðið hríðféll úr ensku úrvalsdeildinni.

Davis er 25 ára gamall og enn með þrjú ár eftir af samningi við Ipswich.

Nottingham Forest og Leeds United eru meðal félaga sem sendu fyrirspurnir um leikmanninn í sumar, en Ipswich svaraði að hann væri ekki til sölu.

Davis er lykilpartur af áformum Kieran McKenna þjálfara sem ætlar að koma Ipswich beint aftur upp í úrvalsdeildina.

Vinstri bakvörðurinn Conor Townsend, sem er varaskeifa fyrir Davis hjá Ipswich, sleit krossband á dögunum. Það útilokar sölu á Davis enn frekar.

Félagið er búið að krækja í Azor Matusiwa, Jens Cajuste, Ashley Young, Cédric Kipré og David Button í sumar.

Liam Delap og Axel Tuanzebe eru meðal leikmanna sem hafa yfirgefið félagið.

Ipswich byrjaði nýtt tímabil í Championship deildinni á jafntefli á útivelli gegn Birmingham á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner