Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Masuaku tíundi leikmaðurinn til Sunderland (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sunderland er búið að staðfesta félagaskipti vinstri bakvarðarins Arthur Masuaku til félagsins.

Masuaku kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við tyrkneska stórveldið Besiktas rann út í sumar.

Masuaku er 31 árs gamall og gerir tveggja ára samning við Sunderland sem er nýkomið aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir átta ára fjarveru.

Masuaku býr yfir mikilli reynslu eftir sex ára dvöl hjá West Ham United. Á þeim tíma kom hann við sögu í 105 úrvalsdeildarleikjum.

Hann á 36 landsleiki að baki fyrir Austur-Kongó eftir að hafa leikið fyrir unglingalandslið Frakklands á táningsárunum.

Masuaku er tíundi leikmaðurinn sem nýliðar Sunderland fá til sín í sumar.

Hann var mikilvægur leikmaður í liði Besiktas en vildi snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og kaus því að semja ekki aftur við félagið. Besiktas er búið að krækja í David Jurásek úr röðum Benfica til að fylla í skarðið.

   08.08.2025 13:30
Masuaku á leið aftur í ensku úrvalsdeildina



Athugasemdir
banner
banner