Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 19:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot: Verðum að bæta varnarleikinn
Mynd: EPA
Liverpool tapaði gegn Crystal Palace eftir vítaspyrnukeppni í leiknum um Samfélagsskjöldinn í dag. Arne Slot ræddi við TNT Sports eftir leikinn.

„Það er auðvitað svekkjandi að ná forystunni og ná ekki að vinna leikinn. Þetta var jafnt og það voru kaflar þar sem mér fannst við geta unnið en þetta fór í vítaspyrnukeppni og þeir voru betri þar," sagði Slot.

„Við fengum tækifæri fyrstu 25 mínúturnar til að ná í þriðja markið en náðum því ekki. Eftir að þeir jöfnuðu voru þeir nær því að vinna en það voru langir kaflar þar sem ekkert var að frétta."

Nýju mennirnir Hugo Ekitike og Jeremie Frimpong skoruðu mörk Liverpool. Florian Wirtz lagði upp mark Ekitike.

„Fyrsta markið var frábært liðsmark og gott dæmi um það hversu skapandi við getum verið, það verður bara betra. Ef þú vilt berjast um titilinn þá er eitt af aðalatriðunum að fá ekki á þig mörk og færi og við verðum að bæta það."

„Við erum Liverpool og pressan er alltaf á okkur. Hvort sem við fáum tíu nýja leikmenn eða enga þá er alltaf pressa þegar þú ert í Liverpool treyjunni."
Athugasemdir
banner
banner