Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir að tvö ónefnd félagslið hafi sett sig í samband við Wolves til að spyrjast fyrir um framherjann Hwang Hee-chan.
Hwang er 29 ára gamall og var mikilvægur hlekkur í liði Úlfanna þar til á síðustu leiktíð sem einkenndist af meiðslavandræðum. Hann skoraði aðeins tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í 25 leikjum.
Hwang vakti mikla athygli á sér tímabilið 2023-24 og hafnaði Wolves 20 milljón punda tilboði frá Marseille í leikmanninn síðasta sumar. Úlfarnir heimtuðu 30 milljónir til að selja hann.
Óljóst er hvað Úlfarnir meta Hwang á mikið í sumar en leikmaðurinn verður seldur frá félaginu ef nægilega hátt tilboð berst.
Hwang er varaskeifa fyrir Jörgen Strand Larsen í fremstu víglínu hjá Wolves.
Athugasemdir