Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 19:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Verður Andri Lucas samherji Stefáns Teits?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska Championship liðið Preston hefur áhuga á að fá Andra Lucas Guðjohnsen frá belgíska liðinu Gent í sumar. Blaðamaðurinn Alan Nixon segir frá þessu. Daníel Tristan Guðjohnsen, bróðir Andra Lucasar, var orðaður við Sheffield United fyrr í sumar.

Talið er að Preston þurfi að reiða fram 2,5 milljón punda til að fá framherjann.

Þessi 23 ára gamli framherji gekk til liðs við Gent frá Lyngby í fyrra en hann hefur skorað fimm mörk í 48 leikjum. Hann hefur aðeins spilað samtals fimm mínútur í fyrstu þremur leikjum liðsins hingað til á tímabilinu. Hann var ekki í hópnum þegar liðið tapaði gegn Royale Union í gær.

Daniel Jebbison gekk til liðs við Preston í sumar en hann var ekki í fyrsta leik liðsins í jafntefli gegn QPR í gær vegna meiðsla. Michael Smith og Milutin Osmajic eru einnig á mála hjá félaginu.

Stefán Teitur Þórðarson, liðsfélagi Andra í íslenska landsliðinu, gekk til liðs við félagið í fyrra.
Athugasemdir
banner