Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. september 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham hætti við Zaniolo í sumar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tottenham bætti við sig tveimur miðjumönnum í sumar, þeim Tanguy Ndombele og Giovani Lo Celso.

Félagið var þó nálægt því að krækja í Nicoló Zaniolo, ungstirni AS Roma, í sumar en hann reyndist of dýr. Zaniolo framlengdi svo samning sinn við Roma í síðasta mánuði.

„Tottenham reyndi að fá hann til sín í sumar. Það er mikilvægt félag, þeir enduðu í öðru sæti í Meistaradeildinni, Að lokum varð ekkert úr skiptunum," sagði Claudio Vigorelli, umboðsmaður Zaniolo.

„Áhugi Tottenham segir allt sem segja þarf um hversu vel Zaniolo spilaði á síðustu leiktíð."

Tottenham hætti við Zaniolo því Roma vildi ekki lána hann út. Lo Celso kom þess í stað á lánssamningi frá Real Betis.

Vigorelli hefur miklar mætur á skjólstæðingi sínum og líkir honum gjarnan við Paul Gascoigne.

„Nicoló er mikill fagmaður sem ítalska landsliðið mun reiða sig mikið á í framtíðinni. Hann er fæddur til að spila fótbolta og mun leika mikilvægt hlutverk í liði Fonseca.

„Hann líkist Gascoigne mjög mikið sem leikmaður, þó með talsvert mildari persónuleika."


Zaniolo er 20 ára gamall og á 2 A-landsleiki að baki fyrir Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner