Norski miðjumaðurinn Martin Ödegaard var á hækjum þegar hann fór um borð í einkaflugvél nú í morgun. Hann er á leið til Lundúna í skoðun vegna ökklameiðsla sem hann hlaut í leik gegn Austurríki í Þjóðadeildinni í gær.
Ödegaard varð fyrir tæklingu Christoph Baumgartner og fór þjáður af velli á 67. mínútu. Erling Haaland tryggði síðar Noregi 2-1 sigur í leiknum.
Ödegaard varð fyrir tæklingu Christoph Baumgartner og fór þjáður af velli á 67. mínútu. Erling Haaland tryggði síðar Noregi 2-1 sigur í leiknum.
Ljósmyndari Verdens Gang tók myndirnar hér að neðan þar sem sjá má Ödegaard notast við hækjur þegar hann fer upp í flugvélina. Kærasta hans, Helene Spilling, fylgdi svo í flugvélina og hélt á hundinum þeirra í fanginu.
Meiðsli Ödegaard eru áhyggjuefni fyrir Arsenal en liðið á grannaslag gegn Tottenham á sunnudag.
Martin Ødegaard spotted on crutches, is flying back to London for more tests on his ankle injury ??
— Football on TNT Sports (@footballontnt) September 10, 2024
???? @vgsporten pic.twitter.com/unS2jeeh7X
Athugasemdir