Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal meiddist á ökkla þegar Noregur vann 2-1 sigur gegn Austurríki í gær. Hann var þjáður þegar hann var studdur af sjúkraþjálfurum af vellinum.
„Meiðsli hans litu illa út í klefanum," sagði Stale Solbakken landsliðsþjálfari Noregs eftir leikinn. Erling Haaland skoraði sigurmark Noregs.
„Meiðsli hans litu illa út í klefanum," sagði Stale Solbakken landsliðsþjálfari Noregs eftir leikinn. Erling Haaland skoraði sigurmark Noregs.
Ola Sand læknir norska liðsins sagði eftir leik að það þyrfti að skoða meiðsli Ödegaard og mögulega færi miðjumaðurinn í myndatöku í dag.
Arsenal á grannaslag gegn Tottenham á sunnudag. Þegar er ljóst að Arsenal verður án miðjumannsins Declan Rice sem tekur út leikbann eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Brighton.
Þá er Mikel Merino, sem var keyptur frá Real Sociedad, á meiðslalistanum. Daily Mail segir að Thomas Partey og Jorginho verði mögulega á miðju Arsenal gegn Spurs.
Ödegaard er ekki eini leikmaður Arsenal sem hefur meiðst í landsleikjaglugganum, ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori meiddist á ökkla.
Athugasemdir