banner
   fim 10. október 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Líklegt byrjunarlið Frakka - Stjörnuprýtt lið
Icelandair
Antoine Griezmann í fyrri leiknum gegn Íslandi í mars síðastliðnum.
Antoine Griezmann í fyrri leiknum gegn Íslandi í mars síðastliðnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
N'Golo Kante verður á miðjunni hjá Frökkum.
N'Golo Kante verður á miðjunni hjá Frökkum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimsmeistarar Frakka heimsækja Ísland á Laugardalsvöll klukkan 18:45 annað kvöld. Í líklegu byrjunarliði Frakka er valinn maður í hverju rúmi en þar má meðal annars finna fjóra leikmenn Bayern Munchen sem og leikmenn frá Real Madrid, Barcelona, Juventus og Chelsea.

Helsta óvissan hjá Frökkum hefur verið í kringum Lucas Hernandez vinstri bakvörð Bayern Munchen. Hernandez hefur verið meiddur og Bayern vildi ekki að hann myndi fara í landsliðsverkefnið með Frökkum.

Hernandez æfði hins vegar með Frökkum í gær og líklegt er að hann byrji í vinstri bakverðinum á kostnað Lucas Digne.

Steve Mandanda, markvörður Marseille, stendur á milli stanganna þar sem Hugo Lloris fyrirliði Frakka fór úr olnbogalið í leik með Tottenham um síðustu helgi og verður frá keppni út árið.

Kylian Mbappe er fjarri góðu gamni og líklegt er að Kingsley Coman og Blaise Matuidi verði á vængjunum. Þá er Paul Pogba heldur ekki með Frökkum vegna meiðsla og því verða N'Golo Kante og Corentin Tolisso líklega saman á miðjunni.
Athugasemdir
banner