Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. nóvember 2019 12:55
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal ætlar ekki að reka Emery
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal ætlar ekki að losa sig við Unai Emery. Þetta kemur fram í grein hjá Athletic í dag.

Arsenal hefur byrjað leiktíðina afar illa en liðið er í 6. sæti með 17 stig, fjórtán stigum á eftir toppliði Liverpool.

Liðið hefur þá ekki unnið deildarleik síðan 6. október er liðið vann Bournemouth en þetta er versta byrjun liðsins á tímabilinu í 37 ár.

Stuðningsmenn Arsenal hafa kallað eftir því að félagið láti Emery fara frá félaginu en samkvæmt Athletic þá fær hann stuðning frá stjórnarmönnum Arsenal.

Emery tók við Arsenal fyrir síðasta tímabil og leiddi liðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðið endaði þá í 5. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner