Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. nóvember 2022 22:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikael og Elías úr leik í danska bikarnum - Annar sigur PAOK í röð
Mynd: AGF

16 liða úrslitunum í danska bikarnum lauk í kvöld en tvö Íslendingalið voru í eldlínunni.


Mikael Neville Anderson lék allan leikinn á miðjunni hjá AGF þegar liðið tapaði gegn Nordsjælland 2-0. Bæði lið leika í efstu deild en Nordsjælland er á toppnum á meðan AGF er í 7. sæti tíu stigum á eftir.

Elías Rafn Ólafsson var ekki í leikmannahópi Midtjylland sem tapaði gegn Viborg 3-1. Jonas Lössl var í markinu en hann hefur verið á undan Elíasi í goggunarröðinni, síðasti leikur Elíasar var í bikarnum þann 19. október.

Alex Þór Hauksson spilaði í 20 mínútur þegar Öster fékk Varberg í heimsókn í fyrri leik liðanna um sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Varberg. Óskar Sverrisson leikur með Varberg en hann er meiddur.

Öster hafnaði í 3. sæti næst efstu deildar en Varberg í þriðja neðsta sæti efstu deildarinnar og fara þau því í umspil um laust sæti í efstu deild. Síðari viðureignin fer fram á sunnudaginn.

Örgryte undir stjórn Brynjars Bjarnar Gunnarssonar vann 2-0 sigur á Sandviken á útivelli í fyrri leik liðana um sæti í næst efstu deild. Síðari leikurinn fer einnig fram á sunnudaginn.

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn þegar PAOK lagði Ionikos 3-0 á útivelli. Þetta er annar sigurleikur PAOK í röð en liðið er í 5. sæti eftir 12 umferðir með 22 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner