Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   þri 10. desember 2024 23:38
Brynjar Ingi Erluson
Duran bestur í Leipzig - „Elska samkeppnina við Watkins“
Mynd: Getty Images
Kólumbíumaðurinn Jhon Duran átt enn eina risa frammistöðuna inn af bekknum hjá Aston Villa er liðið vann Leipzig, 3-2, í Meistaradeildinni í kvöld.

Duran hefur verið iðinn við kolann í haust og vetur en hann er alls kominn með tíu mörk, þar af sex af bekknum.

Hann kom inn í hálfleik gegn Leipzig og gjörbreytti leiknum með því að skora stórbrotið mark fyrir utan teig og þá átti hann þátt í sigurmarkinu sem Ross Barkley skoraði.

Sky Sports valdi hann besta mann leiksins með 9 í einkunn.

„Ég er bara ánægður að vera hér og ég elska samkeppnina sem er á milli mín á Ollie Watkins. Þegar röðin er komin að mér þá stíg ég upp og vonandi hjálpa ég liðinu með því að skora. Ég er ánægður,“ sagði Duran í viðtali við Sky.

Aston Villa er komið í afar góða stöðu í Meistaradeildinni en liðið er með 13 stig og með annan fótinn í umspilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner