Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   þri 10. desember 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heiðar Ægis semur til tveggja ára við Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Ægisson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna og er nú samningsbundinn ut tímabilið 2026. Fyrri samningur hans var runninn út.

„Við erum virkilega stolt af því að Heiðar Ægisson sem hefur leikið 230 keppnisleiki fyrir félagið hafi framlengt samning sínum til næstu tveggja ára!" segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Heiðar er 29 ára hægri bakvörður sem uppalinn er hjá Stjörnunni og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2014 þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari.

Hann hélt í Val fyrir tímabilið 2022 en hefur fyrir utan það tímabil leikið allan sinn feril með Stjörnunni. Hann lék 13 leiki á síðasta tímabili og skoraði eitt mark. Á sínum tíma lék Heiðar 12 leiki og skoraði eitt mark fyrir yngri landsliðin.
Athugasemdir
banner