Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. janúar 2021 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Sol Bamba með krabbamein - „Við erum öll með þér"
Sol Bamba
Sol Bamba
Mynd: Getty Images
Sol Bamba, varnarmaður Cardiff City í ensku B-deildinni, greindist með krabbamein á dögunum en félagið greinir frá þessu í tilkynningu í kvöld.

Bamba er 35 ára gamall og í miklum metum hjá stuðningsmönnum Cardiff.

Hann hefur spilað 117 leiki fyrir Cardiff og skorað í þeim 10 mörk en hann berst nú við krabbamein.

Bamba greindist með eitilfrumukrabbamein og mun nú hefja lyfjameðferð.

„Sol Bamba, sem er dáður og dýrkaður af liðsfélögum, þjálfaraliðinu og stuðningsmönnum í velsku höfuðborginni hefur hafið baráttuna af jákvæðni og verður áfram mikilvægur partur af Cardiff fjölskyldunni," segir í tilkynningu Cardiff.

„Allar uppfærslur sem tengjast ferli Sol verða aðeins aðgengilegar á opinberum svæðum Cardiff City. Við biðjum auðvitað fólk að virða einkalífið hans og fjölskyldu hans á þessum tímum en hægt verður að senda stuðningskveðjur í gegnum [email protected]."

„Við erum öll með þér, Sol,"
segir í lokin.
Athugasemdir
banner
banner