Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. febrúar 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Búa til sjóð fyrir leikmenn sem fá ekki greitt
Mynd: Getty Images
FIFA og Fifpro leikmannasamtökin, hafa sett á laggirnar sjóð sem á að hjálpa leikmönnum sem fá ekki greidd laun.

Leikmenn sem hafa ekki fengið greidd laun hjá sínum félögum geta leitað í sjóðinn.

FIFA hefur ákveðið að setja 12,3 milljónir punda sem verður deilt úr sjóðnum til ársins 2022.

Þá hafa 3,8 milljónir punda verið lagðar í sjóð fyrir leikmenn sem fengu ekki laun frá júlí 2015 til júní 2020.

Meira en 50 félög í 20 löndum hafa orðið gjaldþrota undanfarin ár og það er ástæðan fyrir stofnun sjóðsins.

Sjóðurinn mun verða opnaður þann 1. júlí næstkomandi.
Athugasemdir
banner