Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 11. febrúar 2020 18:00
Aksentije Milisic
Segir Barcelona að kaupa Neymar - „Hann þyrfti að biðjast afsökunar"
Neymar og Messi á góðri stundu.
Neymar og Messi á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Fyrrum varaforseti Barcelona, Jordi Mestre, hefur sagt að félagið eigi að kaupa Neymar til baka frá PSG. Neymar fór til PSG frá Barcelona árið 2017 fyrir 198 milljónir punda en spænska stórveldið reyndi að fá Neymar aftur í sínar raðir síðasta sumar en það gekk ekki eftir.

Mestre segir að Barcelona eigi að kaupa Neymar út af íþróttalegum ástæðum og segir hann að Brassinn eigi að biðjast afsökunar á því hvernig hann skildi við félagið.

„Frá tilfinningalegu sjónarmiði þá myndi ég ekki fá hann til baka vegna þess hvernig hann fór frá liðinu en út frá íþróttar sjónarmiði, þá klárlega já. Hann er með þetta auka sem afar fáir leikmenn hafa, hann er frábær í stöðunni einn á einn og hann skorar mörk," sagði Mestre.

„Við þurfum svona leikmenn þegar lið koma og verjast mjög aftarlega gegn okkur. Að sjálfsögðu eigum við efni á Neymar. En ef Neymar myndi koma aftur þyrfti hann að biðjast afsökunar. Hann þyrfti að afturkalla kröfuna sem hann hafði á hendur Barcelona, gera sér grein fyrir mistökum sínum og lifa nánast klausturlífi."

Neymar skoraði 68 mörk í 123 leikjum fyrir Barcelona.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner