Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 11. febrúar 2021 08:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Er ævintýrakall og elska að prófa nýja staði"
Staddur í Dúbaí í æfingaferð.
Staddur í Dúbaí í æfingaferð.
Mynd: Riga
Fyrir síðasta leikinn í deildinni með Viking þá byrjuðu menn frá Riga að senda skilaboð að þeir hefðu áhuga á mér.
Fyrir síðasta leikinn í deildinni með Viking þá byrjuðu menn frá Riga að senda skilaboð að þeir hefðu áhuga á mér.
Mynd: Riga
Mér fannst að lokum mest spennandi kosturinn að prófa eitthvað nýtt, upplifa nýtt ævintýri og fara ótroðnar slóðir. Spennandi að vera fyrsti Íslendingurinn til að spila í lettnesku deildinni.
Mér fannst að lokum mest spennandi kosturinn að prófa eitthvað nýtt, upplifa nýtt ævintýri og fara ótroðnar slóðir. Spennandi að vera fyrsti Íslendingurinn til að spila í lettnesku deildinni.
Mynd: Riga
Þó að ég hafi unnið mig inn í liðið og spilaði alla leiki eftir að ég varð góður þá fann ég samt ekki fyrir trausti sem maður vill finna fyrir
Þó að ég hafi unnið mig inn í liðið og spilaði alla leiki eftir að ég varð góður þá fann ég samt ekki fyrir trausti sem maður vill finna fyrir
Mynd: Viking
Staðan mín fyrir tímabilið var ekki góð, skilaboðin voru þau að ég væri ekki að fara spila mikið.
Staðan mín fyrir tímabilið var ekki góð, skilaboðin voru þau að ég væri ekki að fara spila mikið.
Mynd: Viking
Í öllu þessu ferli minnkaði áhuginn á mér ekkert, varð bara meiri. Það er gott að vera í liði sem virðist virkilega spila manni.
Í öllu þessu ferli minnkaði áhuginn á mér ekkert, varð bara meiri. Það er gott að vera í liði sem virðist virkilega spila manni.
Mynd: Riga
Ég mat það þannig að það væri gott skref að halda áfram, ég er ævintýrakall og elska að prófa nýja staði
Ég mat það þannig að það væri gott skref að halda áfram, ég er ævintýrakall og elska að prófa nýja staði
Mynd: Riga
Maður er tilfinningavera og mér fannst spenanndi að prófa eitthvað sem aðrir hafa ekki prófað, að fara ekki þessa venjulegu leið.
Maður er tilfinningavera og mér fannst spenanndi að prófa eitthvað sem aðrir hafa ekki prófað, að fara ekki þessa venjulegu leið.
Mynd: Riga
„Já, algjörlega. Maður er tilfinningavera og mér fannst spenanndi að prófa eitthvað sem aðrir hafa ekki prófað, að fara ekki þessa venjulegu leið."

Axel Óskar Andrésson gekk í vikunni í raðir Riga FC í Lettlandi. Varnarmaðurinn var keyptur til félagsins frá norska félaginu Viking. Axel er nýorðinn 23 ára gamall, hann er uppalinn hjá Aftureldingu en hélt ungur að árum til Reading sem hann svo yfirgaf fyrir rúmum tveimur árum og hélt þá til Noregs.

Axel er annar Íslendingurinn til að ganga í raðir Riga því í skamman tíma á síðasta ári var Stefan Alexander Ljubicic á mála hjá félaginu.

Fótbolti.net heyrði í Axel í gærkvöldi og ræddi við hann um skiptin og ýmislegt annað.

„Ég er staddur í Dúbaí, vaninn er hjá félaginu að vera hér í tvær vikur og svo er haldið til Kýpur í tvær vikur á undirbúningstímabilinu. Í þetta skiptið var ákveðið að vera í 45 daga hér. Strákarnir voru búnir að vera hér í mánuð þegar ég kom, allir orðnir vel brúnir og sætir. Eigandann er vel stæður og þetta þjappar hópnum saman. Út af covid þá var ákveðið að vera ekki að fara á fleiri en einn stað," sagði Axel í kvöld aðspurður hvar hann væri staddur og svo hver pælingin á bakvið 45 daga æfingaferð væri.

Hvernig kom Riga upp á borðið til þín?

„Fyrir síðasta leikinn í deildinni með Viking þá byrjuðu menn frá Riga að senda skilaboð að þeir hefðu áhuga á mér. Það var ekkert planið þá að fara frá Noregi áður en deildin kláraðist. Svo komu nýir þjálfarar til Viking og eftir síðasta leikinn ræddi ég við þá, staðan var þannig að ég átti eitt ár eftir af samningnum."

„Við komumst að niðurstöðu, Riga var búið að bjóða í mig og önnur félög höfðu frekar mikinn áhuga líka. Við ákváðum saman að það væri gott fyrir mig að taka næsta skref, það voru lið frá nokkrum löndum sem höfðu áhuga. Mér fannst að lokum mest spennandi kosturinn að prófa eitthvað nýtt, upplifa nýtt ævintýri og fara ótroðnar slóðir. Spennandi að vera fyrsti Íslendingurinn til að spila í lettnesku deildinni."


Lettland borið saman við Noreg, er það rétt metið hjá mér að þú ert kominn í stærra félag en á sama tíma í slakari deild?

„Jú, það má alveg segja það. Það sem heillaði mest við Riga er að þetta félag er í mikill uppbyggingu og stefnir hátt. Liðið var fyrst með í deildarkeppni árið 2016. Liðið hefur unnið deildina í þrígang síðan og var mjög nálægt því að komast inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðasta ári, duttu út gegn FCK í umspilinu."

„Það eru miklar væntingar til þess að komast lengra í Evrópu. Ég fékk smá smjörþef af Evrópu með Viking í fyrra og það var eitthvað sem ég hafði sjúklega gaman af. Það var stór hluti af þeirri ástæðu að ég valdi að koma hingað. Það er mikill peningur settur í allt i kringum félagið, toppaðstæður alls staðar og góðar æfingaferðir. Allt sem ég hef séð í kringum liðið til þessa lítur vel út."


Er þetta félag með langbesta liðið í Lettlandi?

„Já, þannig séð. Það eru samt fimm lið sem eru í öðrum gæðaflokki í þessari deild sem en önnur. Riga er besta liðið og svo er RFS, hin þrjú koma svo í kjölfarið. Þessi deild er ekkert 'walk in the park'. Miðað við væntingarnar hjá Riga þá er stefnan hjá þessu félagi sett mun hærra en hjá hinum. Forsetinn er vel stæður og vill búa til stórt félag sem nær lengra í Evrópu."

Varstu hikandi þegar Riga kom upp?

„Já, í hreinskilni var ég það. Skiljanlega vissi ég ekki mikið um deildina hér. Ég fékk góð ráð og kynnti mér borgina vel. Allir sem ég hef talað við hafa talað mjög vel um borgina og segja að þar sé gott að búa. Það sem gerði svolítið útslagið var það að menn frá félaginu voru mjög áhugasamir að fá mig. Eins og ég sagði áðan þá hoppaði ég ekki á fyrsta boðið frá þeim, ég þurfti að skoða alla möguleika betur og í öllu þessu ferli minnkaði áhuginn á mér ekkert, varð bara meiri. Það er gott að vera í liði sem virðist virkilega spila manni."

Aðeins að tímabilinu með Viking. Ég ræddi við þig í upphafi sumars þegar þú varst að koma til baka eftir meiðslin, hvernig var þín frammistaða á leiktíðinni?

„Þetta var örugglega erfiðasta tímabilið mitt hingað til, það mest krefjandi hingað til. Sérstaklega af því ég var keyptur til Viking á sínum tíma, þá fenginn sem nokkurn veginn aðalmaðurinn. Svo meiðist ég og liðinu gengur virkilega vel á meðan ég er í endurhæfingu. Ég var kominn aftar í goggunarröðina og þegar ég kem inn í liðið snemma á leiktíðinni þá fann ég ekki fyrir miklu trausti."

„Þó að ég hafi unnið mig inn í liðið og spilaði alla leiki eftir að ég varð góður þá fann ég samt ekki fyrir trausti sem maður vill finna fyrir. Staðan mín fyrir tímabilið var ekki góð, skilaboðin voru þau að ég væri ekki að fara spila mikið. Svo kem ég inn í liðið og við vinnum einhverja átta leiki í röð, komum okkur úr þriðja neðsta sætinu upp í fimmta sætið. Það er oft sagt að það taki um ár að koma almennilega til baka eftir krossbandaslit og miðað við það var þettta hrikalega gott tímabil. Maður var hægur á sér til að byrja með og ég fann að ég var búinn að missa smá hraða. Í heildina er ég sáttur en andlega var þetta mjög krefjandi."


Þú talar um að þjálfarinn treysti þér ekki alveg, svo kemur áhugi frá öðrum félögum. Ýtti sú staða undir það að þú varst opnari fyrir því að fara annað?

„Já, algjörlega. Maður er tilfinningavera og mér fannst spenanndi að prófa eitthvað sem aðrir hafa ekki prófað, að fara ekki þessa venjulegu leið. Á sama tíma stefnir maður samt ennþá á toppinn. Maður er enn ungur og ég á nóg af árum eftir, næstu þrjú árin er ég samningsbundinn Riga og er spenntur fyrir vegferðinni sem félagið er á."

Tölfræðin sýnir að Viking náði mjög góðum árangri á síðustu leiktíð þegar þú varst í liðinu. Ertu ánægður með þitt framlag?

„Algjörlega, þegar við skoðum tölfræðina þá er ég með eina bestu tölfræðina í unnum skallaboltum og við vorum með mjög hátt sigurhlutfall þegar ég spilaði. Tímabilið var mjög gott þegar ég horfi á það sem ég gerði inn á vellinum. Ég var stoltur af því að sjá þessa tölfræði."

„Þetta var allt saman mjög skrítið, ef við horfum á þetta - ég vissi ekki hvað það var, en þjálfarinn sem fékk mig til félagsins virtist ekki treysta mér þrátt fyrir það sem ég var að sýna. Tölfræðin talar sínu máli þar."


Þú sagðir að Viking skipti um þjálfara, var sá nýi ekkert að reyna halda þér?

„Ég hefði alltaf getað verið áfram hjá Viking. En það komu tilboð og ég var keyptur til nýs félags. Ég mat það þannig að það væri gott skref að halda áfram, ég er ævintýrakall og elska að prófa nýja staði," sagði Axel.

Lettneska deildin, Virsliga, byrjar eftir u.þ.b. mánuð. Riga mun spila í forkeppni Meistaradeildarinnar seinna á árinu. Nánar var rætt við Axel og kemur afrakstur þess inn á Fótbolta.net á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner