Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. febrúar 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mat möguleika mína varðandi landsliðið ekkert verri en í Noregi"
Ég er alltaf klár og ég tel mig algjörlega nógu góðan til að vera í þessum lokahóp
Axel á að baki tvo A-landsliðsleiki til þessa.
Axel á að baki tvo A-landsliðsleiki til þessa.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
U21 leikirnir eru átján talsins og gætu þeir orðið fleiri ef Axel verður valinn í lokahópinn í mars.
U21 leikirnir eru átján talsins og gætu þeir orðið fleiri ef Axel verður valinn í lokahópinn í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar Andrésson ræddi við Fótbolta.net í gærkvöldi um vistaskiptin sín frá Viking í Noregi til Riga í Lettlandi.

Fréttaritari spurði Axel út í hans sýn á hvort hann væri með þessu skrefi að fjarlægjast landsliðið. Axel skrifaði undir þriggja ára samning við lettnesku meistarana.

Axel um skiptin yfir í Riga:
„Er ævintýrakall og elska að prófa nýja staði"

„Á sama tíma stefnir maður samt ennþá á toppinn. Maður er enn ungur og ég á nóg af árum eftir, næstu þrjú árin er ég samningsbundinn Riga og er spenntur fyrir vegferðinni sem félagið er á," voru orð Axels úr þeim hluta sem þegar hefur verið birtur. Það er fín upprifjun fyrir þennan hluta.

Ef þú horfir á þessi skipti út frá landsliðinu. Helduru að þetta færi þig einhvern veginn fjær því?

„Þetta er hörkuspurning. Auðvitað hefur maður hugsað út í þetta, það er draumurinn og verður alltaf draumurinn að spila fyrir landsliðið. Eins og þetta var í Noregi þá var maður að spila hvern einasta leik og áður en ég tók þessa ákvörðun mat ég möguleika mína varðandi landsliðið ekkert verri en í Noregi. Ef kallið kemur þá er ég alltaf 100% klár. Eins og ég sagði þá stefnir maður ennþá á toppinn," sagði Axel.

Að U21 landsliðinu, þú varst í stóru hlutverki í upphafi undankeppninnar en meiðist svo og er frá allt árið 2019. Þú komst svo inn í hópinn í síðustu verkefnin. Hvernig lítur lokakeppnin út frá þér séð, helduru í þann draum?

„Fyrir meiðslin þá var ég kominn með hátt í tuttugu leiki með U21 og síðan dett ég út. Þá koma hörkustrákar inn í staðinn og standa sig sjúklega vel. Það er ekkert hægt að taka neitt af þeim strákum sem spila í minni stöðu, þeir stóðu sig alveg hrikalega vel og áttu að sjálfsögðu skilið að klára verkefnið eins og þeir gerðu. Við verðum að sjá með lokakeppnina, ég er alltaf klár og ég tel mig algjörlega nógu góðan til að vera í þessum lokahóp," sagði Axel.
Athugasemdir
banner
banner