Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 11. mars 2020 08:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lars Óli Jessen í Kórdrengi (Staðfest)
Lars Óli í leik með Magna síðasta sumar.
Lars Óli í leik með Magna síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Miðjumaðurinn Lars Óli Jessen hefur fengið félagaskipti úr Magna yfir í Kórdrengi.

Lars Óli, sem er 29 ára gamall, steig sín fyrstu skref í meistarflokki með Magna árið 2010. Hann hefur einnig leikið með Þór og Dalvík/Reyni á sínum leikmannaferli.

Síðasta sumar spilaði hann 13 leiki með Magna í deild og bikar er liðið forðaðist fall úr 1. deild.

Lars Óli tekur slaginn með Kórdrengjum í 2. deildinni í sumar. Kórdrengir komust upp úr 2. deild í fyrra og ætla sér stóra hluti í sumar.
Athugasemdir
banner