banner
   lau 11. mars 2023 11:00
Aksentije Milisic
Arnar Logi heim í Ægi (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Logi Sveinsson er genginn til liðs við Lengjudeildarliðið Ægi frá Þorlákshöfn en Arnar er uppalinn í Þorlákshöfn.


Hann verður leikmaður og styrktarþjálfari liðsins en Arnar hefur leikið með Selfoss á síðustu árum. Hann spilaði ekkert í fyrra en þar á undan lék hann með Selfoss á árunum 2015-2021.

Hann á að baki 171 leik í meistaraflokki en hann var aðeins 14 ára gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ægi.

Hinn 26 ára gamli Arnar hefur lokið menntun frá Íþróttaakademíu Keilis og því mun hann verða styrktarþjálfari liðsins ásamt því að vera leikmaður.

Ægir mun spila í Lengjudeildinni á þessu tímabili eftir ljóst varð að Kórdrengir munu ekki taka þátt í sumar. Hér fyrir neðan er tilkynning frá Ægi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner