Bournemouth 1 - 0 Liverpool
1-0 Philip Billing ('28 )
1-0 Mohamed Salah ('69 , Misnotað víti)
Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var viðureign Bournemouth og Liverpool. Fyrir leikinn í dag voru nýliðarnir í neðsta sæti deildarinnar á meðan Liverpool vann 7-0 sigur á Manchester United í síðustu umferð.
Fyrri leikur þessara liða endaði með 9-0 sigri Liverpool og því áttu flestir von á þægilegu dagsverki hjá gestunum.
Liverpool byrjaði betur og komst Virgil van Dijk í tvö góð færi fyrir Liverpool í fyrri hálfleiknum en hann náði ekki að skora. Liverpool var líklegra liðið framan af en það voru hins vegar nýliðarnir sem tóku forystuna.
Eftir góða sókn skoraði Philip Billing á 28. mínútu leiksins og kom Bournemouth í forystu. Hann skoraði einnig gegn Arsenal í síðustu umferð. Eftir þetta mark tók Bournemouth betur við sér og endaði hálfleikinn vel. Liverpool datt niður eftir mark Bournemouth og gerði lítið fram að hálfleik.
Síðari hálfleikurinn var í járnum framan af. Liverpool sótti en náði ekki að skapa sér nein dauðafæri. Á 69. mínútu leiksins var dæmd vítaspyrna þegar Diogo Jota skallaði boltann í höndina Adam Smith. Dómari leiksins dæmdi ekkert í fyrstu en VAR senti hann í skjáinn.
Mohamed Salah steig á punktinn en spyrnan hans var hörmuleg og langt framhjá. Því var staðan áfram 1-0 fyrir botnliðinu.
Liverpool sótti áfram en það var lítið að frétta á síðasta þriðjungnum. Bournemouth átti einnig sínar sóknir og var nálægt því að skora eftir hornspyrnu en Jack Stephens rétt missti þá af boltanum.
Neto, markvörður Bournemouth, þurfti einungis að verja eitt skot allan síðari hálfleikinn. Bournemouth varðist vel og vann því stórkostlegan sigur á Liverpool og fer liðið upp úr fallsæti.
Þungt högg fyrir Liverpool í baráttunni um fjórða sætið en liðið hafði verið á miklu skriði í deildinni að undanförnu.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |