Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. mars 2023 16:00
Aksentije Milisic
Gengur lítið upp hjá Felix - Kane búinn að skora tvö
Ekki dottið fyrir Felix.
Ekki dottið fyrir Felix.
Mynd: EPA
Tvö hjá Kane.
Tvö hjá Kane.
Mynd: Getty Images

Núna er hálfleikur í leikjunum sem hófust klukkan 15 í ensku úrvalsdeildinni en þeir hafa allir verið fjörlegir. Mörk hafa verið skoruð á öllum völlunum fjórum.


Á King Power vellinum í Leicester er staðan 1-2 fyrir Chelsea. Gestirnir byrjuðu betur og var það Ben Chilwell sem stakk hníf í sína gömlu félaga með marki snemma leiks.

Joao Felix hefur farið mikinn í leiknum en hann átti skot í stöng þegar hann slapp einn í gegn. Stuttu síðar kom hann boltanum í netið og fagnaði mikið. VAR greip hins vegar inn í og dæmdi marki af vegna rangstöðu.

Seint í fyrri hálfleik missti Portúgalinn síðan knöttinn nálægt sínu eigin marki og það nýtti Patson Daka sér og skoraði laglegt mark. Það var hins vegar seint í uppbótartímanum sem Kai Havertz skoraði fallegt mark. Hann fékk geggjaða sendingu inn fyrir vörn Leicester frá Enzo Fernandez sem Þjóðverjinn kláraði snyrtilega.

Tottenham Hotspur er tveimur mörkum yfir gegn Nottingham Forest á heimavelli en Harry Kane er kominn með tvö mörk. Það síðara kom af vítapunktinum.

Everton er einu marki yfir gegn Brentford á heimavelli en þeir bláklæddu skoruðu strax á fyrstu mínútu leiksins. Þá er staðan jöfn hjá Leeds og Brighton, 1-1.




Athugasemdir
banner
banner
banner