Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 11. mars 2023 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Þetta var spurning um þolinmæði
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Þetta var þolinmæðisvinna hjá Manchester City er liðið lagði Crystal Palace að velli, 1-0, á Selhurst Park í dag en það segir Pep Guardiola. stjóri félagsins.

Eina mark leiksins gerði Erling Braut Haaland úr vítaspyrnu á 78. mínútu eftir að Michael Olise braut klaufalega af sér í teignum.

Man City átti ekki mörk dauðafæri í leiknum. Flest færin rötuðu ekki á markið. Palace spilaði gríðarlega agaðan varnarleik en það dugði ekki til í dag og er því Man City tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal.

„Reynslan mín hefur verið þannig að í hvert einasta sinn sem við komum hingað þá hefur þetta verið rosalega erfitt. Ég er alltaf með þessa tilfinningu þegar við komum hingað og spilum rosalega vel en hugsa líka um hvað þeir eru góðir. Við erum alltaf í vandræðum því við viljum skora fleiri mörk.“

„Þeir eru með vopn. Zaha er þarna, Olise og Eze, þetta eru allt ótrúlegir framherjar og mikil ógn. Þeir eru með ró, frábæra sóknarmenn og svo er þetta bara spurning um þolinmæði. Þeir munu sóa tíma og því þurfum við að keyra á þá.“

„Allt gladdi mig í dag. Það vantaði smá skyndisóknarbolta en það er ekki auðvelt. Þeir verjast með sex leikmenn í teignum og Erling Haaland var með tvo á sér. Gundo var með einn mann og því var þetta spurning um þolinmæði.“

„Lið verjast mun aftar gegn Haaland og því er Alvarez svo mikilvægur og við þurfum á honum að halda. Við þurftum hann í gegnum miðjuna og hann fékk færi. Gundo er stórkostlegur leikmaður og nældi vítið og svo sá Haaland um rest.“

„Cancelo fór þannig við erum ekki bara með bakverði. Við erum með Kyle og Sergio en restin spilar ekki þessa stöðu. Við spilum með fjóra miðverði og erum þéttir. Allir fjórir eru frábærir leikmenn og þess vegna vörðumst við vel.“


Arsenal er með tveggja stiga forystu en Guardiola hefur ekki áhyggjur af því, alla vega ekki í bili.

„Auðvitað er Arsenal á frábæru skriði. Við erum samt enn þarna. Arsenal er komið yfir 50 stig. Hérna erum við í týpískum og erfiðum vetrarleik en við vorum þarna allan tímann og unnum hann svo. Núna þurfum við að gera gjörsamlega allt fyrir leikina á þriðjudag og laugardag og vonandi mun fólkið á Etihad upplifa bestu kvöldstundir lífsins. Við getum gert þetta aftur.“
Athugasemdir
banner
banner