lau 11. mars 2023 17:57
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Þór hafði betur gegn Þrótti í sjö marka leik
Nikola Kristinn skoraði sigurmark Þórsara undir lok leiks
Nikola Kristinn skoraði sigurmark Þórsara undir lok leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 3 - 4 Þór
0-1 Alexander Már Þorláksson ('3 )
1-1 Guðmundur Axel Hilmarsson ('15 )
1-2 Alexander Már Þorláksson ('18 )
2-2 Guðmundur Axel Hilmarsson ('28 )
3-2 Andi Morina ('46 )
3-3 Ýmir Már Geirsson ('80 )
3-4 Nikola Kristinn Stojanovic ('82

Þórsarar kláruðu Lengjubikarinn í ár með sigri á Þrótti, 4-3, í stórskemmtilegum leik í Egilshöllinni í dag. Spilað var í riðli 4 í A-deild mótsins.

Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleiknum. Alexander Már Þorláksson kom Þórsurum yfir í tvígang en Guðmundur Axel Hilmarsson jafnaði í bæði skiptin.

Andi Morina kom Þrótturum í forystu í upphafi síðari hálfleiks áður en Ýmir Már Geirsson jafnaði þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Það var síðan Nikola Kristinn Stojanovic sem gerði sigurmark Þórsara aðeins tveimur mínútum síðar og tryggði Akureyringum sigur.

Þetta var fyrsti leikurinn hjá Nikola eftir löng hnémeiðsli en hann hefur verið frá vellinum í um sjö mánuði. Hann kom inn af varamannabekknum þegar um fimmtán mínútur voru til leiksloka og tókst að tryggja sigurinn í endurkomu sinni.

Þór vann tvo leiki í riðlinum á meðan Þróttur tapaði öllum leikjum sínum.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner