
Sara Björk Gunnarsdóttir ög stöllur hennar í Juventus eru komnar í úrslit ítalska bikarsins eftir að hafa unnið erkifjendur þeirra í Inter, 2-1, á Juventus Center í Vinovo í Tórínó í dag.
Fyrrum landsliðskonan skoraði með skalla strax á 2. mínútu leiksins áður en Inter jafnaði sjö mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.
Juventus tryggði sæti sitt í úrslitum með marki í framlengingu og fer því samanlagt áfram, 3-2.
Þetta er í þriðja sinn sem Juventus kemst í úrslit frá því liðið var sett á laggirnar fyrir sex árum síðan. Fyrsti úrslitaleikur liðsins var árið 2018.
Juventus mætir Roma í úrslitum en Roma hafði betur gegn AC Milan, 3-1 og fer því samanlagt áfram 3-2. Guðný Árnadóttir kom inná sem varamaður hjá Milan á 65. mínútu leiksins.
Us when that early goal went in ????#JuveInter pic.twitter.com/RE6OnZRocH
— Juventus Women (@JuventusFCWomen) March 11, 2023
Athugasemdir