Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 11. mars 2023 19:12
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði 28. mark tímabilsins úr víti eftir klaufalegt brot Olise
Erling Braut Haaland er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar
Erling Braut Haaland er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar
Mynd: EPA
Manchester City er komið í 1-0 gegn Crystal Palace á Selhurst Park en þessi lið eigast við í ensku úrvalsdeildinni. Klaufalegt brot Michael Olise gaf gestunum vítaspyrnu á 77. mínútu.

Gestirnir fengu hornspyrnu sem var tekin stutt á Ilkay Gündogan sem var í teignum. Hann færði boltann til hliðar og mætti franski leikmaðurinn Olise af krafti í hann og braut klaufalega á honum.

Vítaspyrna dæmd og var það norski framherjinn Erling Braut Haaland sem fór á punktinn og skoraði 28. deildarmark sitt á tímabilinu.

Hægt er að sjá brotið og vítaspyrnuna hér fyrir neðan.

Sjáðu brotið og markið
Athugasemdir
banner