banner
   fim 11. apríl 2019 10:46
Magnús Már Einarsson
Diego Costa í átta leikja bann
Mynd: Getty Images
Diego Costa, framherji Atletico Madrid, hefur verið úrskuraður í átta leikja bann í spænsku úrvalsdeildinni.

Costa fékk beint rautt spjald eftir tæpan hálftíma í toppslagnum gegn Barcelona um síðustu helgi.

Costa var að fara fá gult spjald í leiknum en þá tók hann upp á því að segja við dómarann, „ég ætla að skíta á hóruna hana móður þína." Costa sagði þetta hátt og oftar en einu sinni.

Framherjinn fékk fjögurra leikja bann fyrir þessi ummæli sín og fjóra leiki til viðbótar fyrir að grípa í höndina á dómaranum.

Costa mun ekki koma meira við sögu hjá Atletico Madrid á þessu tímabili út af banninu.
Athugasemdir
banner
banner
banner