Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. apríl 2019 08:35
Elvar Geir Magnússon
Samband Pogba og Solskjær hefur versnað
Powerade
Fer Pogba í sumar?
Fer Pogba í sumar?
Mynd: Getty Images
David Neres skoraði gegn Juventus í gær.
David Neres skoraði gegn Juventus í gær.
Mynd: Getty Images
Pogba, Bale, Mata, Saul, Hazard og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.

Samband Paul Pogba (26) við Ole Gunnar Solskjær hefur versnað og franski miðjumaðurinn vill fara til Real Madrid. (Le Parisien)

United hefur áhuga á því að fá Bruno Fernandes (24), miðjumann Sporting Lissabon og portúgalska landsliðsins. (A Bola)

Gareth Bale (29) er ekki í áætlunum Real Madrid fyrir næsta tímabil og spænska félagið mun leyfa honum að velja næsta félag. Manchester United og Bayern München hafa áhuga. (AS)

Juan Mata (30), miðjumaður United, hefur ekki ákveðið framtíð sína en hann er með tilboð frá öðrum félögum. (Manchester Evening News)

Manchester City, Manchester United og Barcelona hafa öll áhuga á spænska landsliðsmanninum Saul Niguez (24) hjá Atletico Madrid. (Mirror)

Eden Hazard (28), sóknarmiðjumaður Chelsea og belgíska landsliðsins, telur að nú sé síðasta tækifæri sitt til að ganga í raðir Real Madrid. (Goal)

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, hefur sagt enska miðjumanninum Danny Drinkwater (29) að hann eigi enga framtíð hjá félaginu á meðan hann er við stjórnvölinn. (Guardian)

Liverpool hefur áhuga á brasilíska sóknarleikmanninum David Neres (22) hjá Ajax en erkifjendurnir í Everton hafa einnig áhuga. (Mirror)

West Ham er að vinna kapphlaupið um enska hægri bakvörðinn Nathaniel Clyne (28) hjá Liverpool. Hann er hjá Bournemouth á lánssamningi. (Football Insider)

West Brom er tilbúið að ræða við Alex Neil, stjóra Preston, um að verða nýr stjóri félagsins. (Telegraph)

Newcastle hefur rætt við Nurnberg um möguleika á að kaupa þýska miðjumanninn Patrick Erres (24). (Bild)

Tyrkneska félagið Besiktas hefur áhuga á Oumar Niasse (28), senegalska sóknarmanninum hjá Everton sem er á láni hjá Cardiff. (Fanatik)

Kenneth Omeruo (25), nígerískur miðjumaður Chelsea, vill ganga alfarið í raðir Leganes en hann er á láni hjá félaginu. (Brila)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, vill kaupa sóknarmann í sumar til að veita Jamie Vardy (32) samkeppni. (Leicester Mercury)


Athugasemdir
banner
banner
banner