Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fim 11. apríl 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sonur Zlatan var hetja sænska U16 landsliðsins
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: EPA
Sonur Zlatan Ibrahimovic er byrjaður að skora fyrir sænsku unglingalandsliðin.

Vincent Seger Ibrahimovic var hetja sænska U16 landsliðsins á dögunum er þeir unnu 1-0 sigur gegn Belgíu.

Þetta var fyrsta mark Vincent í yngri landsliðum Svíþjóðar en hann spilar sem miðjumaður, ólíkt föður sínum sem var sóknarmaður.

Vincent er 16 ára gamall og er hann í akademíu AC Milan á Ítalíu. Faðir hans starfar sem ráðgjafi fyrir ítalska stórliðið en hann lék lengi sem leikmaður Milan á ferli sínum.

Zlatan er besti leikmaður sem hefur komið frá Svíþjóð en hann spilaði á sínum tíma 122 landsleiki og skoraði í þeim 62 mörk.

Hér fyrir neðan má sjá markið sem Vincent skoraði.


Athugasemdir
banner
banner
banner