Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 11. apríl 2024 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi gríðarlega ánægður með Cubarsí og Raphinha
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Xavi Hernández, þjálfari Barcelona sem ætlar að yfirgefa félagið eftir tímabilið, hrósaði leikmönnum sínum í hástert eftir glæsilegan 2-3 sigur gegn PSG á Parc des Princes.

Raphinha skoraði tvennu og var valinn sem besti leikmaður vallarins en táningurinn Pau Cubarsí hreif einnig með magnaðri frammistöðu í hjarta varnarinnar.

Cubarsí er aðeins 17 ára gamall og hefur komið gríðarlega sterkur inn í meiðslahrjáða varnarlínu Börsunga. Hann er orðinn mikilvægur hlekkur í varnarlínu Börsunga á skömmum tíma og kom við sögu í sínum fyrstu A-landsleikjum með Spáni í síðasta landsleikjahléi.

„Pau Cubarsi er ótrúlegur leikmaður. Hann hefur verið í heimsklassa fyrir okkur, það er ekki eðlilegt fyrir 17 ára strák að standa sig svona vel. Ég á ekki til fleiri orð til að hrósa honum, hann er ótrúlega góður og þroskaður sem leikmaður. Þetta er algjörlega galið," sagði Xavi og sneri sér svo að Raphinha.

„Raphinha er stórkostlegur fótboltamaður, ekki bara útaf hæfileikunum heldur líka útaf vinnuframlaginu. Það er hrein unun að fylgjast með honum í hápressunni, hann gefur ekkert eftir. Ég elska persónuleikann hans og hugarfarið sem hann kemur með inn í liðið. Hann er gríðarlega vinnusamur og verulega mikilvægur í hápressunni."

Seinni leikur Barca gegn PSG fer fram á Nývangi næsta þriðjudagskvöld, en Börsungar eiga mikilvægan leik í spænsku deildinni um helgina þar sem þeir þurfa sigur í tilraun sinni til að stríða toppliði Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner