Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. maí 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir „bjó nánast í Egilshöll frá sex ára aldri"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Val er mikil saga, metnaður og atvinnumannaumgjörð sem hentar mér mjög vel þar sem ég stefni á að fara erlendis í atvinnumennskuna.
Í Val er mikil saga, metnaður og atvinnumannaumgjörð sem hentar mér mjög vel þar sem ég stefni á að fara erlendis í atvinnumennskuna.
Mynd: Valur
... og er ég sá yngsti sem hefur spilað fyrir Fjölni í efstu deild.
... og er ég sá yngsti sem hefur spilað fyrir Fjölni í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ég var kominn hálfa leið með hugann til Ítalíu þar sem U19 átti að keppa í milliriðlum
Ég var kominn hálfa leið með hugann til Ítalíu þar sem U19 átti að keppa í milliriðlum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér fannst þetta nú alveg vera frekar jöfn keppni en hann var með vini sína þarna á bakvið að hvetja hann aðeins meira en mig.
Mér fannst þetta nú alveg vera frekar jöfn keppni en hann var með vini sína þarna á bakvið að hvetja hann aðeins meira en mig.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég og Birkir erum góðir vinir innan sem utan vallar
Ég og Birkir erum góðir vinir innan sem utan vallar
Mynd: Valur
Valgeir Lunddal Friðrikssojn er átján ára gamall bakvörður sem fyrir ári síðan var keyptur til Vals frá uppeldisfélagi sínu Fjölni.

Valgeir kom við sögu í einum leik á Íslandsmótinu í fyrra en hann meiddist skömmu fyrir mót og setti það strik í reikninginn. Fótbolti.net hafði samband við Valgeir og fór yfir hans feril til þessa.

Bjó nánast í Egilshöll
Hvenær byrjaði Valgeir að æfa fótbolta? Æfði hann aðrar íþróttagreinar?

„Ég byrjaði að æfa fótbolta fimm ára gamall, bjó í Grafarvogi og gott að alast þar upp, allt til alls, prufaði golf, handbolta og fleiri íþróttir í stuttan tíma," sagði Valgeir við Fótbolta.net.

„Það komst ekkert annað að en fótbolti þegar ég fór fyrst á æfingar, bjó nánast í Egilshöll frá sex ára aldri og var í fótbolta frá morgni til kvölds."

Benni með vini sína á bakvið sig
Árið 2015 var Fótbolti.net með liðinn Brögð og brellur fyrir leikmenn í 3. flokki Fjölnis. Benedikt Daríus Garðarsson mætti þar Valgeiri í skemmtilegri hæfileikakeppni. Hvernig var að taka þátt í þessari keppni?

„Þetta var skemmtileg áskorun, þetta var fyrsta æfingin mín með 3. flokki held ég og þá var þetta í gangi. Mér var hálfgert ýtt út í þetta því það vantaði einhvern jafnaldra til að keppa við Benna í þessu og ég tveimur árum yngri varð fyrir valinu."

„Mér fannst þetta nú alveg vera frekar jöfn keppni en hann var með vini sína þarna á bakvið að hvetja hann aðeins meira en mig."


Yngsti leikmaður Fjölnis í efstu deild
Valgeir lék sína fyrstu leiki með Fjölni árið 2018. Hvernig var undanfarinn að tímabilinu 2018?

„Haustið 2017 vorum við nokkrir kallaðir uppí meistaraflokk og fengum að æfa með þeim eftir góðan árangur með 3. flokki um sumarið og höfðum samið við Fjölni."

„Þjálfararnir vildu prófa mig í hægri bakverðinum sem mér fannst gaman og ég mátti sækja mikið upp kantinn. Ég kom inná í Reykjavíkurmótinu í janúar 2018 sem var minn fyrsti meistaraflokksleikur og stóð mig vel og var fljótlega orðinn fastamaður hjá nýráðnum þjálfara Óla Palla (Ólafur Páll Snorrason)."

„Ég lék alla leikina í Reykjavíkurmótinu og það árið sigraði Fjölnir mótið í fyrsta sinn. Ég lék svo alla leikina um vorið og var orðinn vongóður að byrja fyrsta leikinn í Pepsí 2018 sem varð raunin og er ég sá yngsti sem hefur spilað fyrir Fjölni í efstu deild."


Staðnaði fótboltalega
Valgeir spilar mikið til að byrja með í mótinu en þegar komið er fram í miðjan júní líða tveir mánuðir þar sem Valgeir spilar einungis einn leik. Er eitthvað sem útskýrir minnkandi spiltíma?

„Ég byrja fyrstu leikina í mótinu og ég stóð mig bara nokkuð vel miðað við að vera 16 ára í nýrri stöðu en þegar aðeins var liðið á mótið var ég settur á bekkinn."

„Ég talaði þá við þjálfarann og hann sagði mér að halda áfram að standa mig á æfingum því ég hafði staðnað smá. Við vorum líka ekki að ná í góð úrslit, það hafði kannski einhver áhrif líka. Ég kom svo aftur inn og kláraði tímabilið."


Fór til Stoke og Bröndby á reynslu
Fyrir tímabilið 2019 og áður en Valgeir yfirgefur Fjölni fékk hann boð um að fara til Danmerkur og Englands á reynslu. Bröndby og Stoke vildu fá að skoða bakvörðinn. Hvernig voru þessar ferðir?

„Þetta voru frábærar ferðir og þetta fer í reynslubankann. Ég mæti til Bröndby og átti bara að æfa með U19 liðinu þar en ég stóð mig vel og fékk að fara á æfingu með aðalliðinu sem var geggjað."

„Niðurstaðan þar var sú að U19 væri ekki rétta skrefið fyrir mig og ég ætti bara að halda áfram mínu striki og það væri áfram fylgst með mér."

„Hjá Stoke æfði ég með U19 ára liðinu, lendi smá illa í því þar þegar ég stífnaði upp aftan í lærinu eftir eitthvað sprett próf snemma morguns á degi tvö og ég þurfti að sleppa úr æfingum."


Ekki aftur snúið eftir fund með Berki og Óla Jó
Hvernig kom það til að Valgeir endaði hjá Val?

„Ég var samningsbundinn Fjölni út október 2019 og það lið sem vildi fá mig varð að ná samningum við Fjölni. Valur var eina liðið sem náði samning við Fjölni."

„Ég fór vel yfir stöðuna með umboðsmanni mínum Gulla (Tómasson) hjá First Touch og fjölskyldu minni. Óli Jó (Ólafur Davíð Jóhannesson) var mjög áhugasamur að fá mig og ég fer svo á fund með honum og Berki (Edvard Berki Edvardssyni) í stjórn Vals."

„Eftir þann fund var ekki aftur snúið. Í Val er mikil saga, metnaður og atvinnumannaumgjörð sem hentar mér mjög vel þar sem ég stefni á að fara erlendis í atvinnumennskuna."


Beinbjúg við lífbein
Valgeir lék einn leik með Val sumarið 2019 vegna meiðsla. Hvernig lýsa þessi meiðsli sér?

„Ég náði tveimur vikum með Val í æfingum áður en ég meiðist. Greiningin var mikið álag á mér. Ástæðan var misjafnt undirlag á æfingum. mikið æfingaálag og svo álag við að stækka og þroskast. Niðurstaða lækna og myndatöku var beinbjúg við lífbein."

„Þetta lýsti sér í gríðarlegum sársauka í náranum við spretti og spyrnur. Eina leiðin til að losna við þetta var hvíld og styrktaræfingar og þá var ég á réttum stað með sjúkraþjálfara og styrkar þjálfara Vals."


Hvernig var að fylgjast með frá hliðarlínunni?

„Þetta var ekki auðvelt sumar enda búinn að vera í fótbolta alla tíð. Ég verð svo klár í að spila um mánaðarmótin ágúst-september."

„Það var ekki skemmtilegt að fylgjast með þegar liðinu gekk ekki vel og maður vildi sjálfur koma inn á og reyna að gera eitthvað en það læra allir af þessu (slæma genginu) og þetta kemur vonandi aldrei fyrir aftur."


Vill bara spila
Hvaða stöður getur Valgeir leyst á vellinum og hvar telur hann að hann geti nýst Valsliðinu?

„Mér finnst bakvarðarstaðan skemmtileg, spilaði allt undirbúningstímabílið núna í hægri bakverði, Lengjubikar og Reykjavíkurmótinu fyrir utan einn leik þar sem ég var í vinstri bakverði"

„Ég get líka verið á kanti og fleiri stöðum, ég vil bara spila. Ég spila þær stöður sem Heimir og Túfa þurfa að nota mig í og þá er ég sáttur."


Hver eru markmið Valgeirs fyrir komandi leiktíð?

„Eina markmiðið er í raun að fá spiltíma í sumar. Ég er í mjög góðu standi og ætla að leggja hart að mér til að fá að spila."

Kominn hálfa leið til Ítalíu í huganum
Hvernig hefur veturinn verið fótboltalega hjá Valgeiri?

„Þetta hefur verið mjög góður vetur hjá mér og ég var kominn í flott leikform (áður en hætt var að spila í mars), stóð mig mjög vel í leikjum hjá Val og á landsliðsæfingum með U19."

„Ég var kominn hálfa leið með hugann til Ítalíu þar sem U19 átti að keppa í milliriðlum og svo átti að vera æfingaferð til Bandaríkjanna með Val um páskana en var allt blásið af vegna Covid19."


Gott að fá Birki inn í hópinn
Birkir Heimisson gekk í raðir Vals frá Heerenveen í vetur. Valgeir var talsvert yngri en flestir leikmenn Vals og var lokaspurningin út í innkomu Birkis. Hvernig hefur verið að fá hann inn í hópinn?

„Já það var auðvitað gott fyrir mig að fá einn svona á mínum aldri sem ég næ kannski mest til."

„Ég og Birkir erum góðir vinir innan sem utan vallar,"
sagði Valgeir að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Valgeir Lunddal (Valur)
Heimir Guðjónsson: Valgeir getur náð langt
Athugasemdir
banner
banner