Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   sun 11. júní 2023 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Svekktur að við gáfum okkur ekki þá sénsa sem að okkur stóðu til boða
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjörnumenn heimsóttu Keflvíkinga í kvöld á HS Orku völlinn í Keflavík þegar 11.umferð Bestu deildarinnar lauk í kvöld.

Stjörnumenn freistuðu þess að ná að slíta sig svolítið frá botnsætunum með sigri en urðu að sæta sig við stig úr Keflavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Stjarnan

„Auðvitað fínt að koma tilbaka en ég hefði viljað fá meira út úr þessum leik en líka bara þá vorum við kannski ekki alveg nógu klókir í spilinu okkar og það er kannski eitthvað sem að við hefðum getað gert betur og maður er aðalega svekktur að við gáfum okkur ekki alla þá sénsa sem að okkur stóðu til boða."  Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.

Stjörnumenn lentu undir í leiknum og leit lengi vel út fyrir að Keflvíkingar myndu kannski ná að landa sigri en Stjörnumenn jöfnuðu leikinn þegar um 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og var Jökull svon á báðum áttum hvort hægt væri að horfa á þetta sem tvö töpuð stig eða eitt unnið.

„Jájá en líka úr því sem komið var og búnir að jafna að þá hefði maður viljað sjá okkur gera aðeins betur í að skapa færi og bara klára þetta."

„Mér fannst við hreyfa boltann svolítið of hægt þarna út í hliðarnar og hefði viljað sjá okkur koma boltanum oftar fyrir þar sem við erum með sterka menn í boxinu og það kemur þarna þegar við skorum þannig við hefðum alveg mátt gera það aðeins á hærra tempói og oftar." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner