Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er alvarlega að íhuga það að byrja með Trent Alexander-Arnold inn á miðsvæðinu í fyrsta leik Englands á EM gegn Serbíu á sunnudaginn.
Frá þessu er greint á Guardian.
Frá þessu er greint á Guardian.
Það er nokkuð augljóst að Declan Rice og Jude Bellingham munu byrja inn á miðjunni hjá Englendingum en það er óljóst hver verður með þeim.
Alexander-Arnold er talinn líklegastur á þessu augnabliki. Hann kom inn á gegn Íslandi í síðasta vináttulandsleiknum fyrir mót og lék þá í hægri bakverði en hann getur einnig leikið inn á miðsvæðinu.
Conor Gallagher er líka möguleiki og þá eru Adam Wharton og Kobbie Mainoo spennandi leikmenn.
Athugasemdir